Bizzabo App
Líkt og undanfarin ár munum við bjóða þátttakendum upp á að notast við app sem inniheldur helstu upplýsingar í tengslum við Læknadaga 2025. Hér að neðan er hægt að niðurhala ráðstefnuappi Læknadaga 2025.
Einkunnargjöf / Rate
Á síðustu Læknadögum gátu þátttakendur látið í ljós skoðun sína á fyrirlestrum með því að gefa einkunn í gegnum forritið og verður sá möguleiki aftur í boði í ár. Í lok hvers fyrirlesturs mun valmöguleiki á einkunnagjöf opnast og geta þá gestir gefið einkunn á bilinu 1-5 þar til í lok næsta dags. Eftir þann tíma lokast fyrir einkunnagjöf á viðkomandi fyrirlestri. Nauðsynlegt er að vera nettengdur til að fá allar uppfærslur. Þráðlaus nettenging í Hörpu býðst öllum gestum Læknadaga 2025 að kostnaðarlausu.
Sérsniðin dagskrá / Favorite
Allir skráðir þátttakendur (með vikupassa) fá sendan hlekk með staðfestingarpósti sem gerir þeim kleift að fara inn á sitt skráningarsvæði og stjörnumerkja alla þá fyrirlestra sem vekja áhuga. Á þennan hátt getur appið sýnt þína sérsniðna dagskrá.